Mörkin: Lygileg endurkoma gegn meisturunum

Daniel Burn skoraði sigurmark Brighton þegar liðið fékk Englandsmeistara Manchester City í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Ilkay Gündogan kom City yfir strax á 2. mínútu áður en Phil Foden tvöfaldaði forystu City-manna á 48. mínútu en meistararnir léku einum manni færri frá 10. mínútu eftir að Joao Cancelo fékk að líta rauða spjaldið.

Leandro Trossard hóf endurkomu Brighton á 50. mínútu áður en Adam Webster jafnaði metin fyrir Brighton á 72. mínútu.

Burn tryggði Brighton svo sigur með marki á 76. mínútu og Brighton fagnaði 3:2-sigri.

Leikur Brighton og Manchester City var sýndur beint á Símanum Sport.

mbl.is