Stýrir Chelsea næstu tvö árin

Thomas Tuchel gerði Chelsea að Evrópumeistara.
Thomas Tuchel gerði Chelsea að Evrópumeistara. AFP

Þýski knattspyrnustjórinn Thomas Tuchel hefur framlengt samning sinn við enska félagið Chelsea um tvö ár, sex dögum eftir að hann gerði liðið að Evrópumeistara.

Tuchel kom til Chelsea í janúar og gerði þá 18 mánaða samning við félagið, en hann var rekinn frá PSG á jóladag.

Undir stjórn Þjóðverjans endaði Chelsea í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar og fór í úrslitaleik enska bikarsins, ásamt því að vinna Meistaradeildina. 

Í 30 leikjum undir stjórn Tuchel hefur Chelsea unnið 19 leiki og tapað fimm. Í leikjunum 30 hefur liðið aðeins fengið á sig 16 mörk.

mbl.is