Jákvæðar fréttir úr herbúðum Englands

Harry Maguire tók virkan þátt í æfingu enska liðsins í …
Harry Maguire tók virkan þátt í æfingu enska liðsins í gær. AFP

Enski varnarmaðurinn Harry Maguire tók virkan þátt í æfingu enska landsliðsins í knattspyrnu í gær. Það var enska knattspyrnusambandið sem greindi frá þessu á samfélagsmiðlum sínum í morgun.

Maguire lék síðast með félagsliði sínu Manchester United 9. maí þegar hann meiddist á ökkla og reiknuðu flestir með því að hann myndi missa af EM.

Hann gat hins vegar beitt sér af fullum krafti á æfingunni í gær og vonast enskir fjölmiðlar til þess að hann verði klár í slaginn gegn Króötum í fyrsta leik enska liðsins á laugardaginn kemur á Wembley.

Maguire, sem er 28 ára gamall, er lykilmaður í varnarleik enska liðsins en hann á að baki 32 A-landsleiki þar sem hann hefur skorað þrjú mörk.

mbl.is