„Ég mun berjast fyrir Everton“

Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Everton.
Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Everton. AFP

Rafael Benítez, nýr knattspyrnustjóri enska félagsins Everton, segist munu gera sitt allra besta til þess að færa liðið ofar í ensku úrvalsdeildinni.

Benítez stýrði áður nágrönnum og erkifjendum Everton, Liverpool, til sex ára og vann þar Meistaradeild Evrópu og enska bikarinn.

Fjöldi stuðningsmanna Everton lýsti yfir ósætti sínu með ráðninguna vegna sögu Benítez hjá Liverpool.

Þá var rifjað upp þegar hann kallaði Everton „lítið félag“ eftir jafntefli liðanna í Merseyside-slagnum árið 2007. Á blaðamannafundi í gær var hann spurður út í þessi ummæli sín.

„Það er langt síðan þetta var. Þegar maður er knattspyrnustjóri verður maður að verja félagið sitt í hvaða aðstæðum sem er.

Í þessu tilfelli mun ég berjast fyrir Everton, ég mun reyna að gera mitt allra besta í hverjum einasta leik og ég mun reyna að standast öllum snúning,“ svaraði hann.

Everton endaði í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, sem verður að teljast óviðunandi árangur hjá liði sem hefur fjárfest í sterkum leikmönnum fyrir háar fjárhæðir undanfarin ár og lék undir stjórn Carlos Ancelottis síðustu tvö tímabil.

„Ég veit hversu neðarlega liðið endaði á síðasta tímabili og við munum reyna að ganga úr skugga um að við gerum betur.

Við getum talað eins og við viljum en ég vil heldur láta verkin tala og vonandi verða allir ánægðir sem byrja hjá mér. Ef ég er ánægður verða stuðningsmennirnir ánægðir.“

Ancelotti sneri aftur til Real Madríd að loknu síðasta tímabili og Benítez tók svo við. Hann er fyrsti knattspyrnustjórinn síðan á 19. öld, í árdaga knattspyrnunnar, sem stýrir báðum liðunum í Liverpool.

Þeir eru aðeins tveir sem það hafa gert, Benítez og William Edward Barclay, sem var fyrsti knattspyrnustjórinn í sögu beggja félaga.

mbl.is