Gæti skipt um landslið vegna kynþáttaníðs

Callum Hudson-Odoi gæti skipt yfir í landslið Gana.
Callum Hudson-Odoi gæti skipt yfir í landslið Gana. AFP

Knattspyrnumaðurinn Callum Hudson-Odoi hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann muni áfram gefa kost á sér í enska landsliðið eða skipta yfir í landslið Gana, þaðan sem hann er ættaður.

Hudson-Odoi hefur leikið þrjá keppnisleiki með enska landsliðinu en má þrátt fyrir það skipta um landslið, þar sem hann var ekki orðinn 21 árs þegar hann lék leikina.

Reglur FIFA kveða á um að þrjú ár verði að líða á milli þess sem leikmaður leikur fyrir tvö mismunandi landslið. Hudson-Odoi gæti því leikið með Gana á HM í Katar, óski hann eftir því og verði valinn í hópinn.

Miðilinn Ghana Soccernet greinir frá því að Hudson-Odoi vilji skipta um landslið vegna kynþáttaníðs sem leikmenn Englands verða reglulega fyrir. Bukayo Saka, Marcus Rahsford og Jadon Sancho urðu t.a.m. allir fyrir grófu kynþáttaníði eftir úrslitaleik Englands og Ítalíu á EM.

mbl.is