Pogba að nálgast PSG?

Paul Pogba gæti yfirgefið Manchester United í sumar.
Paul Pogba gæti yfirgefið Manchester United í sumar. AFP

Paul Pogba, knattspyrnumaður hjá Manchester United, mun að öllum líkindum ekki skrifa undir nýjan samning við félagið. Paris SG hefur mikinn áhuga á Pogba.

Sky Sports greinir frá því að Pogba hafi hafnað nýjasta samningstilboði United og sé byrjaður að horfa til Frakklands þegar hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum.

Pogba má skrifa undir hjá félagi utan Englands í janúar og fara frítt eftir leiktíðina. Sky greinir frá því að United sé byrjað að leita að arftaka Pogba og hafa Eduardo Camavinga hjá Rannes og Leon Goretzka hjá Bayern München verið nefndir til sögunnar.

mbl.is