Chelsea hafði betur gegn Arsenal

Tammy Abraham skoraði sigurmark Chelsea.
Tammy Abraham skoraði sigurmark Chelsea. AFP

Chelsea vann 2:1-sigur á Arsenal í dag er liðin mættust á Emirates-velli Arsenal í undirbúningsleik fyrir komandi tímabil í enska fótboltanum.

Kai Havertz kom Chelsea yfir á 26. mínútu en Granit Xhaka jafnaði fyrir Arsenal á 69. mínútu. Aðeins þremur mínútum síðar skoraði Tammy Abraham sigurmark Chelsea.

Arsenal mætir Tottenham í lokaleik sínum fyrir tímabilið í ensku úrvalsdeildinni en liðið mætir Brentford á útivelli í 1. umferð deildarinnar.

Chelsea leikur sömuleiðis undirbúningsleik við Tottenham áður en liðið mætir Villarreal í Meistarakeppni Evrópu. Fyrsti leikur Chelsea í ensku úrvalsdeildinni er gegn Crystal Palace.

mbl.is