Frá Tottenham til Skotlands

Joe Hart skiptir úr Tottenham til Celtic.
Joe Hart skiptir úr Tottenham til Celtic. AFP

Knattspyrnumarkvörðurinn Joe Hart er að ganga í raðir skoska félagsins Celtic frá Tottenham á Englandi.

Hart skrifaði undir samning hjá Tottenham fyrir síðustu leiktíð og var varamarkvörður Hugos Lloris hjá Lundúnafélaginu.

Hart var á sínum tíma aðalmarkvörður enska landsliðsins og Manchester City. Hann lék m.a. leikinn fræga gegn Íslandi í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi sem Ísland vann 2:1.

mbl.is