Hargreaves: Ole er búinn að ná stuðningsmönnum á sitt band

Owen Hargreaves, fyrrverandi leikmaður Manchester United, telur að Ole Gunnar Solskjær knattspyrnustjóri hafi bætt sig sem stjóri og bætt liðið um leið.

Í samtali við Tómas Þór Þórðarson, ritstjóra enska boltans á Símanum Sport, ræddu þeir norska stjórann.

„Honum fer fram og það er krafan. Lið Liverpool var svo gott í tvö ár að United var ekki í stöðu til að keppa við það. Burtséð frá reynslu Ole hefði hann ekki getað breytt því.

Þeir reyndu með Louis van Gaal og José Mourinho en það gekk ekki upp. Ole hefur séð til þess að andinn í félaginu er orðinn eins og hann var. Þeir eru búnir að ná stuðningsmönnunum aftur á sitt band,“ sagði Hargreaves.

Umræður Tómasar Þórs og Hargreaves um Solskjær má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert