Ronaldo kom United yfir í endurkomunni (myndskeið)

Cristiano Ronaldo kom Manchester United í 1:0 gegn Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni þegar hann sneri aftur í rauðu treyjuna, tæplega 12 árum eftir að hann yfirgaf félagið.

Mark Ronaldos kom á annarri mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks. Staðan var 1:0 í hálfleik og er síðari hálfleikur nýhafinn.

Markið má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is