Tilþrifin: Ronaldo hefur engu gleymt

Cristiano Ronaldo sneri aftur í ensku úrvalsdeildina með stæl þegar hann skoraði tvö marka Manchester United í öruggum 4:1 sigri liðsins gegn Newcastle United í dag.

Hann skoraði fyrstu tvö mörk liðsins áður en Bruno Fernandes skoraði með glæsilegum þrumufleyg og Jesse Lingard minnti svo á sig með því að skora fjórða markið.

Javier Manquillo hafði jafnað metin snemma í síðari hálfleik en United svaraði með þremur góðum mörkum.

Öll mörkin og helstu tilþrifin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is