„Hún sagði „nei“ og „hættu“ nokkrum sinnum“

Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. AFP

Endurkoma Cristiano Ronaldos í ensku úrvalsdeildina var á allra vörum um helgina þegar hann skoraði tvö mörk í fyrsta leik sínum fyrir Man. Utd í rúm 12 ár, í 4:1 sigri gegn Newcastle.

Meðan á leiknum stóð flaug flugvél yfir Old Trafford með borða á þar sem stóð: „Trúum Kathryn Mayorga.“ Level Up-samtökin stóðu fyrir fluginu en Mayorga þessi sakaði Ronaldo um að hafa nauðgað henni í Las Vegas sumarið 2009.

Í samtali við Der Spiegel árið 2018 sagði Mayorga að Ronaldo hafi verið afar ýtinn þegar þau hittust. Hún kvaðst endurtekið hafa sagt „nei“ og að hún myndi ekki sofa hjá honum. Eftir að hann gerðist æ ágengari hafi hún haldið um kynfæri sín þegar hann stökk á hana og nauðgaði í endaþarminn án verju.

Í spurningalista sem lögfræðingar Ronaldo lögðu fyrir hann og Mayorga hefur undir höndum sagði hann sjálfur: „Hún sagði „nei“ og „hættu“ nokkrum sinnum. Ég fór inn í hana að aftan. Það var ruddalegt. Hún sagði að hún vildi þetta ekki en hún gerði sig aðgengilega. En hún hélt áfram að segja „nei,“ „ekki gera þetta“ og „ég er ekki eins og hinar stelpurnar.“ Ég baðst afsökunar eftir á.“

Svo virðist sem þessi frásögn sé að stóru leyti gleymd og grafin og/eða hafi farið fram hjá fjölda fólks á sínum tíma. Miðað við það sem bæði Mayorga og Ronaldo segja fékk hann ekki samþykki fyrir kynmökum.

Það að hann sé stórstjarna, einn besti knattspyrnumaður sögunnar og að þetta átti sér stað fyrir rúmum 12 árum, breytir því ekki að Ronaldo þarf að fá samþykki eins og allir aðrir.

Bakvörðurinn birtist upphaflega í aldreifingarblaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert