Fjögur mörk og fjör í nýliðaslag (myndskeið)

Ismaïla Sarr skoraði tvö mörk fyrir Watford er liðið vann sterkan 3:1-útisigur á Norwich í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Liðin komu saman upp úr B-deildinni á síðustu leiktíð, en Watford var sterkara liðið á Carrow Road í dag. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is