Leikurinn mun reynast vendipunktur á tímabilinu (myndskeið)

Andy Townsend, fyrrverandi leikmaður Aston Villa og Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni og núverandi sparkspekingur, telur að þó stórleikur Liverpool og Manchester City komi snemma á tímabilinu muni úrslit hans miklu skipta þegar upp er staðið í lok þess.

Townsend segir að í lok tímabils muni annað liðið líta til þessa leiks og hugsa með sér að þarna hefði þurft að ná í stig.

Hann býst við frábærri skemmtun sem enginn megi missa af.

Hugleiðingar Townsends um stórleik helgarinnar, sem hefst klukkan 15.30 í dag og verður sýndur í beinni útsendingu á Símanum Sport, má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is