Verður rekinn eftir helgi

Steve Bruce er valtur í sessi.
Steve Bruce er valtur í sessi. AFP

Knattspyrnustjórinn Steve Bruce verður rekinn frá Newcastle eftir helgi samkvæmt The Mirror á Englandi.

Bruce er valtur í sessi eftir að nýir eigendur frá Sádi-Arabíu keyptu félagið af Mike Ashley í vikunni.

Eigendurnir ætla sér stóra hluti á næstu árum og hafa stjórar á borð við Antonio Conte og Zinedine Zidane verið nefndir til sögunnar sem mögulegir eftirmenn Bruce.

Newcastle hefur ekki farið vel af stað á leiktíðinni en liðið er í næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, án sigurs eftir sjö leiki. Bruce hefur stýrt liðinu frá árinu 2019. 

mbl.is