Skulda Liverpool ennþá stórfé

Philippe Coutinho náði aldrei að standa undir þeim væntingum sem …
Philippe Coutinho náði aldrei að standa undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar á Nou Camp eftir góða frammistöðu með Liverpool. AFP

Ekki hefur tekist að ljúka viðskiptum FC Barcelona og FC Liverpool vegna félagaskipta Brasilíumannsins Coutinho. 

Barcelona samþykkti að greiða Liverpool 160 milljónir evra fyrir leikmanninn í janúar 2018. Enn eru 42 milljónir evra eftirstandandi eða 6,3 milljarðar á núverandi gengi. 

Útvarpsstöðin SER í Katalóníu greindi frá þessu og telur að í fleiri tilfellum hafi félaginu ekki tekist að gera upp vegna leikmannakaupa. Þó er tekið fram að Barcelona hafi gert upp vegna Ousmane Dembele og Antoine Griezmann. 

mbl.is