„Eins vont og það verður“

Gary Neville talar yfirleitt ekki í kringum hlutina.
Gary Neville talar yfirleitt ekki í kringum hlutina. AFP

Gary Neville, fyrrum leikmaður enska knattspyrnuliðsins Manchester United og sérfræðingur á Sky Sports, var ómyrkur í máli eftir hræðilegt tap síns gamla liðs gegn erkifjendunum í Liverpool.

„Stjórn félagsins hefur látið það skýrt í ljós að hún stendur fast á bakvið knattspyrnustjórann. Úrslit eins og þessi láta það líta illa út. United þurfa að breytast. Ég held að Ole fái tækifæri til að breyta United en það á eftir að koma þrýstingur á hann úr öllum áttum.“

„Það er ljóst að þjálfarinn mun fá slæma útreið. Fólk á eftir að óska eftir því að hann verði rekinn en maður veltir fyrir sér hvernig þetta mun fara með leikmennina. Hvernig munu þeir bregðast við þessu tapi?“

Ole Gunnar Solskjær þungur á brún í leiknum í dag.
Ole Gunnar Solskjær þungur á brún í leiknum í dag. AFP

„Þetta hefur verið í gangi í fimm til sex vikur. Svona hafa United spilað allt tímabilið. Þegar þeir hafa mætt sterkum andstæðingum, hafa þeir verið spilaðir sundur og saman, liðin hafa tætt þá í sig. Þetta er eins vont og það verður.“

„City geta pressað, Liverpool geta pressað. United eru að ljúga að sjálfum sér með þessari pressu sem þeir sýna í dag. Þeir voru út um allt, ekkert skipulag. Þjálfarateymið verður að bera ábyrgð á því. Þeir stilla ekki upp liði til að pressa í dag.“

mbl.is