Gylfi: Guardiola svarar ekki símtölunum mínum

Bjarni Þór Viðarsson og Gylfi Einarsson voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum sport í kvöld.

Þeir félagar ræddu m.a. um Manchester United og holuna sem liðið er í eftir 0:2-tap á heimavelli gegn Manchester City á laugardag. United-liðið spilaði alls ekki vel í leiknum og hefði sigurinn getað orðið stærri.

Voru Bjarni, Gylfi og Tómas sammála um að Guardiola geri mun meiri kröfur til sinna leikmanna en Solskjær.

Umræðurnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert