Turf Moor snævi þakinn og leiknum frestað (myndskeið)

Turf Moor er þakinn snjóbreiðu.
Turf Moor er þakinn snjóbreiðu. AFP

Leik Burnley og Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla, sem átti að hefjast klukkan 14 í dag, hefur verið frestað vegna gífurlegrar snjókomu í Burnley.

Völlur Burnley, Turf Moor, er eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði snævi þakinn og því er ekki mögulegt að spila leikinn.

Enska úrvalsdeildin hefur ekki tilkynnt hvenær leikurinn mun geta farið fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert