Klopp við Tómas: Það er svo mikil orka í honum

Tómas Þór Þórðarson ritstjóri Enska boltans á Símanum Sport var á Goodison Park í kvöld og ræddi við Jürgen Klopp knattspyrnustjóra Liverpool eftir sigur liðsins á Everton 4:1.

Tómas spurði hann m.a. um fyrirliðann Jordan Henderson sem átti mjög  góðan leik og skoraði fyrsta markið. 

Eins fór Klopp vel yfir leik sinna manna og var ánægður með margt en ekki seinni hluta fyrri hálfleiks þar sem hann sagði þá hafa verið of kærulausa í varnarleiknum og hleypt Everton inn í leikinn.

mbl.is