Tveir enskir leikir sýndir beint á mbl.is

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley mæta Wolves.
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley mæta Wolves. AFP

Tveir af þeim sex leikjum sem fara í kvöld fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu verða sýndir beint hér á mbl.is.

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley sækja Wolves heim á Molineux-leikvanginn í Wolverhampton og á suðurströnd Englands tekur Southampton á móti Leicester.

Útsendingarnar hefjast kl. 19.00 með upphitun á Símanum Sport og þær eru á sérvefnum Enski boltinn. Flautað er til leikjanna klukkan 19.30.

mbl.is