Mörkin: Ótrúlegt sigurmark Hamranna

West Ham vann 3:2 sigur á toppliði Chelsea á London-vellinum í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Thiago Silva kom gestunum yfir áður en Manuel Lanzini jafnaði úr vítaspyrnu. Mason Mount kom Chelsea aftur yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks en Jarrod Bowen jafnaði metin aftur þegar um tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Það var svo Arthur Masuaku sem skoraði ótrúlegt sigurmark heimamanna þegar lítið var eftir.

Sjón er sögu ríkari.

Leikur West Ham og Chelsea var í beinni útsendingu á Síminn Sport.

mbl.is