Tilþrifin: Miðvörðurinn skoraði tvennu

Miðvörðurinn Ezri Konsa var óvænt hetja Aston Villa þegar hann skoraði bæði mörk liðsins í 2:1 sigri gegn Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í kvöld.

Harvery Barnes hafði komið Leicester yfir eftir tæplega stundarfjórðungs leik áður en Konsa jafnaði metin skömmu síðar.

Konsa skoraði svo aftur snemma í síðari hálfleik og tryggði Villa góðan endurkomusigur.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is