Aston Villa með samkomulag við Everton

Lucas Digne er á leið til Aston Villa.
Lucas Digne er á leið til Aston Villa. AFP

Ensku knattspyrnufélögin Aston Villa og Everton hafa náð samkomulagi um kaupverð á franska landsliðsbakverðinum Lucas Digne.

Digne er á leið í læknisskoðun hjá Aston Villa og reiknað er með að formlega verði gengið frá kaupunum á næsta sólarhringnum.

Sky Sports segir að kaupverðið sé 25 milljónir punda en Chelsea, Newcastle og West Ham voru einnig öll afar áhugasöm um að fá þennan öfluga vinstri bakvörð í sínar raðir. Ósætti milli hans og Rafaels Benítez knattspyrnustjóra Everton í síðasta mánuði varð til þess að Frakkinn óskaði eftir því að verða seldur frá félaginu.

mbl.is