Norwich úr fallsæti

Josh Sargent fagnar öðru marki sínu í kvöld.
Josh Sargent fagnar öðru marki sínu í kvöld. AFP

Norwich er komið úr fallsæti eftir sigur gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Vicarage-vellinum í Watford í kvöld.

Leiknum lauk með 3:0-sigri Norwich en Joshua Sargent fór mikinn fyrir Norwich í leiknum og skoraði tvívegis. Þá varð Juraj Kucka fyrir því óláni að skora sjálfsmark í uppbótartíma.

Norwich fer með sigrinum upp í sautjánda sæti deildarinnar í 16 stig en Watford er komið í átjánda sætið og jafnframt fallsæti með 14 stig.

mbl.is