Juventus hafnaði 20 milljóna tilboði Aston Villa

Rodrigo Bentancur með boltann í leik Úrúgvæ og Paragvæ í …
Rodrigo Bentancur með boltann í leik Úrúgvæ og Paragvæ í undankeppni HM í nótt. AFP

Ítalska knattspyrnufélagið Juventus hefur hafnað 20 milljón punda tilboði enska félagsins Aston Villa í miðjumanninn Rodrigo Bentancur.

Sky in Italy segir að tilboð Villa hafi hljóðað upp á 16,5 milljónir punda ásamt allt að fjórum milljónum í bónusum eftir frammistöðu leikmannsins. Juventus vilji hinsvegar minnst 21 milljón punda fyrir Bentancur.

Bentancur er 24 ára gamall Úrúgvæi sem kom til Juventus árið 2017 frá Boca Juniors í Argentínu og hefur leikið 133 leiki í ítölsku A-deildinni, ásamt 46 landsleikjum fyrir Úrúgvæ.

mbl.is