Tilþrifin: City skoraði fimm

Manchester City átti ekki í neinum vandræðum með Newcastle United þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Englandsmeistararnir skoruðu fimm mörk.

Raheem Sterling skoraði fyrsta markið snemma leiks áður en Aymeric Laporte tvöfaldaði forystuna skömmu fyrir leikhlé.

Rodri bætti við þriðja markinu eftir klukkutíma leik og Phil Foden og Sterling skoruðu svo sitt hvort markið undir lok leiks.

Mörkin og öll helstu færin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is