Eiður: Óspilandi við City á sínum besta degi

Þau Eiður Smári Guðjohnsen og Margrét Lára Viðarsdóttir ræddu við Tómas Þór Þórðarson um Manchester City í Vellinum á Símanum Sport í gærkvöldi.

Man. City vann gífurlega öruggan 5:0-sigur á Newcastle United í gær og tyllti sér þar með aftur á topp ensku úrvalsdeildarinnar. Eiður Smári sagði Newcastle aldrei hafa átt möguleika gegn sterkum City-mönnum.

„Þeir áttu ekki möguleika. Það sem kemur líka á móti er „heyrðu, við erum búnir að tryggja okkur hérna, það er ekki mikið undir annað hjá okkur en að við erum að spila og ætlum ekki að vera okkur til skammar.“

Ég get ekkert sett út á Newcastle-liðið að hafa ekki reynt eða bara gefist upp. City voru bara, eins og City eru oft á sínum besta degi, nánast óspilandi, það er óspilandi við þá,“ sagði hann.

Umræðuna um Man. City má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is