Ekki rétt hjá Pep að allir haldi með okkur

Jürgen Klopp og Pep Guardiola slást um enska meistaratitilinn og …
Jürgen Klopp og Pep Guardiola slást um enska meistaratitilinn og þar eru Pep og hans menn í Manchester City með undirtökin. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði á fréttamannafundi í dag að hann væri ekki sammála Pep Guardiola, kollega sínum hjá Manchester City, um að „allir“ héldu með Liverpool í baráttunni við City um enska meistaratitilinn.

Guardiola sagði við fréttamenn eftir 5:0 sigur City á Newcastle í gær að allir fjölmiðlar og nánast öll enska þjóðin héldi með Liverpool og vildi að félagið yrði enskur meistari.

„Ég hef enga hugmynd um hvort öll þjóðin haldi með okkur. Það er ekki sú tilfinning sem ég fæ þegar við heimsækjum önnur lið. Þá upplifi ég einmitt það gangstæða. Ég bý í Liverpool. Hér vilja auðvitað margir að við vinnum deildina. En meira að segja hér held ég að það sé bara helmingurinn,“ sagði Klopp í dag og taldi að orð Guardiola hefðu fallið í tilfinningahitanum eftir góðan sigur í gær.

mbl.is