Auðvitað vil ég halda Ronaldo

Erik ten Hag vill halda Cristiano Ronaldo hjá félaginu.
Erik ten Hag vill halda Cristiano Ronaldo hjá félaginu. AFP/Lindsey Parnaby

Hollenski knattspyrnustjórinn Erik ten Hag, sem tekur við stjórn Manchester United eftir leiktíðina, vill halda Cristiano Ronaldo hjá félaginu.

Ronaldo hefur verið orðaður við brotthvarf frá United en ten Hag vill ólmur halda Portúgalanum, sem hefur skorað 24 mörk í 39 leikjum með enska liðinu á leiktíðinni.

„Auðvitað vil ég halda Ronaldo. Hann er risi í fótboltanum, vegna þess sem hann hefur sýnt okkur og hve metnaðarfullur hann er,“ sagði ten Hag í samtali við Mike Verweij, blaðamann Telesport og Telegraaf í Hollandi.

mbl.is