Huddersfield í úrslit umspilsins

Huddersfield leikur um sæti í ensku úrvalsdeildinni hinn 29. maí.
Huddersfield leikur um sæti í ensku úrvalsdeildinni hinn 29. maí. Ljósmynd/Huddersfield

Jordan Rhodes reyndist hetja Huddersfield þegar liðið vann dýrmætan sigur gegn Luton í undanúrslitum umspils ensku B-deildarinnar í knattspyrnu á heimavelli í kvöld.

Leiknum lauk með 1:0-sigri Huddersfield en Rhodes skoraði sigurmark leiksins á 82. mínútu.

Huddersfield vann einvígið því samanlagt 2:1 og mætir annaðhvort Notthingham Forest eða Sheffield United í úrslitum umspilsins um sæti í efstu deild á Wembley-leikvanginum í Lundúnum hinn 29. maí.

mbl.is