Mörkin: Þrjú skot sem höfnuðu í samskeytunum

Öll þrjú mörkin í 2:1-sigri Liverpool á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í kvöld voru lagleg enda hafnaði boltinn í þeim öllum uppi í samskeytunum.

Nathan Redmond kom Southampton í forystu á 13. Mínútu með þrumuskoti sem fór af James Milner og þaðan upp í samskeytin.

Takumi Minamino svaraði á 27. mínútu með laglegu skoti upp í markhornið nær.

Joel Matip fékk svo boltann í höfuðið eftir skalla Kyle Walker-Peters, bakvarðar Southampton, og þaðan sigldi hann upp í markhornið.

Mörkin þrjú má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is