Tveir efnilegir snúa aftur til Chelsea

Conor Gallagher hefur skorað átta mörk fyrir Crystal Palace í …
Conor Gallagher hefur skorað átta mörk fyrir Crystal Palace í úrvalsdeildinni í vetur. AFP/Ian Kington

Conor Gallagher og Armando Broja munu báðir koma inn í leikmannahóp Chelsea í sumar en þeir hafa gert það gott sem lánsmenn með öðrum liðum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í vetur.

Thomas Tuchel knattspyrnustjóri staðfesti þetta á fréttamannafundi í dag. Gallagher, sem er 22 ára gamall miðjumaður hefur leikið mjög vel með Crystal Palace en hann hefur spilað 32 úrvalsdeildarleiki með liðinu í vetur og skorað átta mörk. Þá lék hann í vetur sína fyrstu landsleiki fyrir Englands hönd.

Armando Broja, sem er tvítugur framherji frá Albaníu, hefur vakið athygli með Southampton og skorað sex mörk í 32 leikjum með liðinu í úrvalsdeildinni.

mbl.is