Gerir fimm ára samning við Leeds

Brenden Aaronson er orðinn leikmaður Leeds.
Brenden Aaronson er orðinn leikmaður Leeds. Ljósmynd/Leeds

Enska knatt­spyrnu­fé­lagið Leeds United hefur gengið frá kaup­um á banda­ríska miðju­mann­in­um Brend­en Aaronson. Hann kem­ur til fé­lags­ins frá Salzburg í Aust­ur­ríki. Leeds greiðir um 25 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Aaronson, sem er 21 árs, hef­ur skorað 13 mörk og lagt upp 16 til viðbót­ar í 66 leikj­um með Salzburg. Þá er hann orðinn fastamaður í banda­ríska landsliðinu.

Jesse March, knatt­spyrn­u­stjóri Leeds, er landi og aðdá­andi Aaronsons. Leeds bjargaði sér frá falli niður í B-deild með 2:1-sigri á úti­velli gegn Brent­ford í lokaum­ferð ensku úrvalsdeildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert