Skórnir á hilluna hjá leikmanni United

Skórnir eru komnir á hilluna hjá Lee Grant.
Skórnir eru komnir á hilluna hjá Lee Grant. Ljósmynd/Manchester United

Enski knattspyrnumaðurinn Lee Grant hefur lagt skóna á hilluna eftir langan atvinnumannaferil.

Grant, sem er markvörður, spilaði meira en 500 leiki á ferlinum. Hann lék síðustu fjögur árin hjá Manchester United og kom við sögu í tveimur deildarleikjum.

Grant lék 16 leiki í ensku úrvalsdeildinni með Stoke og þá á hann fjölmarga leiki í neðri deildum Englands með liðum eins og Derby, Oldham, Sheffield Wednesday og Burnley.

mbl.is