Kominn til Liverpool eftir níu ára fjarveru

Jay Spearing er kominn aftur til Liverpool.
Jay Spearing er kominn aftur til Liverpool. AFP

Enski knattspyrnumaðurinn Jay Spearing er kominn aftur til Liverpool, níu árum eftir að hann yfirgaf félagið.

Spearing hefur verið ráðinn til starfa sem þjálfari U18 ára liðs félagsins, þar sem hann verður þeim Marc Bridge-Wilkinson og Tim Jenkins til halds og trausts. Þá mun hann einnig leika með varaliði félagsins og hjálpa yngri leikmönnum innan- og utanvallar.

Spearing er uppalinn hjá Liverpool og lék 55 leiki með liðinu áður en hann fór til Bolton árið 2013. Hann hefur einnig leikið með Blackburn, Leicester, Blackpool og Tranmere.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert