City semur við þýskan markvörð

Stefan Ortega í leik með Arminia Bielefield.
Stefan Ortega í leik með Arminia Bielefield. Ljósmynd/Getty Images

Manchester City hefur fengið til liðs við sig þýskan markvörð að nafni Stefan Ortega. Hann kemur á frjálsri sölu frá Arminia Bielefield. 

Ortega spilaði 220 leiki fyrir Bielefield og var einn af bestu markvörðum þýsku A-deildarinnar á þessu tímabili. Ortega mun berjast um byrjunarliðssætið við Ederson á næsta tímabili. 

Þetta þýðir að öllum líkindum að varamarkvörður City, bandaríkjamaðurinn Zak Steffen, sé á förum frá félaginu. Hann hefur mikið verið orðaður við Middlesborough. 

mbl.is