Everton í viðræðum við Lingard

Jesse Lingard leitar nú að nýju félagi.
Jesse Lingard leitar nú að nýju félagi. AFP/Oli Scarff

Enska knattspyrnufélagið Everton hefur rætt við enska sóknartengiliðinn Jesse Lingard um að ganga til liðs við félagið.

Lingard er án félags eftir að hafa yfirgefið uppeldisfélag sitt Manchester United þegar samningur hans rann út í gær.

West Ham United er sömuleiðis áhugasamt um að fá hann aftur til liðs við sig eftir að hann stóð sig frábærlega á láni hjá Hömrunum síðari hluta tímabilsins 2020/2021.

Fastlega er reiknað með því að Everton semji við miðvörðinn James Tarkowski, sem er einnig án félags eftir að hafa yfirgefið Burnley, á næstu dögum.

Þá er Everton sagt áhugasamt um að kaupa miðjumanninn Harry Winks frá Tottenham Hotspur. Everton seldi einmitt Brasilíumanninn Richarlison til Tottenham í dag.

mbl.is