Byrjar í eins leiks banni hjá nýju liði

Richarlison átti stóran þátt í að bjarga Everton frá falli …
Richarlison átti stóran þátt í að bjarga Everton frá falli í vor. AFP/Paul Ellis

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Richarlison verður ekki með Tottenham þegar liðið mætir Southampton í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar 6. ágúst.

Hann hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann fyrir að henda logandi blysi upp í stúku eftir að því hafði verið kastað inn á völlinn í kjölfar þess að hann skoraði í sigurleik Everton  gegn Chelsea undir lok tímabilsins í vor. Sá sigur vóg þungt í að halda Everton í deildinni.

Tottenham keypti Richarlison frá Everton á dögunum fyrir 60 milljónir punda.

mbl.is