Ronaldo fær að fara

Portúgalski fyrirliðinn er markahæðsti leikmaður meistaradeildarinnar með 141 mark.
Portúgalski fyrirliðinn er markahæðsti leikmaður meistaradeildarinnar með 141 mark. Patrica de Melo Moreira/AFP

Cristiano Ronaldo lét Manchester United vita í síðustu viku að hann vildi yfirgefa félagið eftir eitt tímabil í endurkomu sinni í leikhús draumanna. United vildi alls ekki selja stórstjörnuna fyrst þegar þetta kom fram. Þetta hefur nú breyst því United vill ekki halda leikmanninum gegn hans vilja.

Ronaldo hefur ekki mætt á æfingar hjá knattspyrnuliðinu undanfarna viku. Hann hefur verið í leyfi frá æfingum og sagði það vera vegna fjöl­skyldu­ástæða. Sést hefur til hans æfa á æfingarsvæði portúgalska landsliðsins. 

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri liðsins hefur sagt að hann vilji að Ronaldo verði hjá félaginu „ Ronaldo er gríðarlega öflugur, bæði það sem hann hefur sýnt á ferlinum en einnig vegna þess að hann er ennþá mjög metnaðarfullur. Auðvitað myndi ég vilja halda honum.“ Kom fram í The Sun. Ronaldo varð 37 ára á þessu ári og er talinn einn besti leikmaður heims. Hann er m.a. markahæstur í Meistaradeildinni með 141 mark.

Manchester United vildi forðast langdregna baráttu um að halda leikmanni sem vill ekki vera hjá félaginu. Félagið myndi leyfa honum að fara ef samingur kæmi á borðið sem myndi henta öllum aðilum. Ef Ronaldo færi væri það á skilmálum United og einnig Ronaldo segir Sky Sports. 

Ronaldo er sagður vilja spila í Meistaradeildinni en það hefur hann gert síðustu 19 tímabil. United hefur ekki komist síðustu fimm tímabil og endaði í 6. sæti deildarinnar svo þeir spila í Evrópudeildinni á næsta tímabili. Chelsea spilar hinsvegar í Meistaradeildinni og hefur Ronaldo verið sterklega orðaður við liðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert