Joel Robles snýr aftur í ensku deildina

Joel Robles á 65 leiki með Everton.
Joel Robles á 65 leiki með Everton. Ljósmynd/Leeds

Enska knattspyrnufélagið Leeds tilkynnti nýjan markmann í morgun. Hin 32 ára Joel Robles gengur til liðs við félagið.

Robles kemur til Leeds frá spænska félaginu Real Betis. Hann gerir eins árs samning við félagið og kemur þangað á frjálsri sölu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Robles spilar í efstu deild Englands en hann spilaði með Everton frá 2013 til 2018.

 „Ég er virkilega spenntur fyrir það að koma aftur eftir fjögur ár frá. Ég vil þakka Leeds fyrir að gefa mér þetta frábæra tækifæri til að koma aftur," segir Joel Robles í myndabandi sem Leeds birti á samfélagsmiðlum.


 

mbl.is