Jesus með stórleik í sigri á Leicester

Gabriel Jesus skorar í dag.
Gabriel Jesus skorar í dag. AFP/Adrian Dennis

Arsenal tók á móti Leicester á heimavelli  í dag og unnu leikinn 4:2 þar sem Gabriel Jesus skoraði tvö mörk og kom með tvær stoðsendingar.

Fyrsta mark Gabriel Jesus fyrir Arsenal á Emirates vellinum í deildinni kom í dag á 23. mínútu. Flott spil milli Matrinelli og Xhaka inn í teig Leicester bjó til gott færi og Xhaka fann svo Jesus sem kom boltanum í netið 1:0.

Jesus kom svo með sitt annað mark á 35. mínútu eftir hornspyrnu sem Arsenal fékk. Jamie Vardy ætlar að hreinsa boltann burt en skalli frá honum endar á fjarstönginni þar sem Jesus var réttur maður á réttum stað og skallaði boltann inn.

Á 43 mínútu var dæmd vítaspyrna eftir að Jamie Vardy fór niður í teig Arsenal en eftir VAR skoðun var það tekið til baka en hann ætlaði að fiska þetta eftir enga snertingu við Aaron Ramsdale sem stóð hjá honum þegar hann hoppaði í jörðina.

Leicester nær svo að minnka muninn á 53. mínútu í seinni hálfleik eftir sjálfsmark frá William Saliba sem ætlaði að skalla boltann á Ramsdale en inn fór hann 2:1.

Arsenal menn voru ekki að koma til baka en 2 mínútum seinna kom Granit Xhaka Arsenal aftur í tveggja marka forystu eftir stoðsendingu frá Jesus. Ward missir boltann klaufalega frá sér og hann lendir beint fyrir framan Jesus sem potar honum fyrir Xhaka 3:1

Á 74. mínútu kom Jamess Maddison Leicester aftur inn í leikinn með marki úr þröngu færi eftir stoðsendingu frá Iheanacho 3:2.

Aftur drápu Arsenal menn vonir Leicester og skoruðu sitt fjórða mark á 75. múnútu. Gabriel og Gabriel voru með flotta samvinnu en Gabriel Jesus kom með sína aðra stoðsendingu í leiknum og Gabriel Martinelli klárað boltann í markið 4:3.

Gabriel var frábær í leiknum og átti nóg af færum til þess að næla sér í þrennu en var skipt út af á 84. mínútu eftir frábæra frammistöðu.

Frábær byrjun hjá Arsenal í deildinni með sinn annan sigur í öðrum leik tímabilsins á meðan Leicester þarf að sætta sig við tap í öðrum leik sínum en fyrsti leikur þeirra endaði með jafntefli gegn Brentford.Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Arsenal 4:2 Leicester opna loka
90. mín. Fimm mínútum bætt við.
mbl.is