City staðfestir Gomez

Gomez fékk treyju númer 21.
Gomez fékk treyju númer 21. Ljósmynd/Manchester City

Enska knattspyrnufélagið Manchester City tilkynnti hinn unga Sergio Gomez sem nýjustu viðbótina við liðið í dag. Hann er 21 árs gamall vinstri bakvörður.

Gomez er 21 árs gamall og spilaði með And­er­lecht í Belgíu þar sem hann hefur verið frá 2021. Hann gerir fjögurra ára samning við City og kaupverðið er 13 milljón evrur.

„Ég er ótrúlega stoltur og ánægður að hafa gengið til liðs við Manchester City. Þeir eru besta lið í Englandi og hjá Pep Guardiola hef ég möguleika á að læra og þróast sem leikmaður hjá mest framúrskarandi knattspyrnustjóra í heimi,“ sagði Gomez í viðtali á heimasíðu City.

„Allir titlarnir sem City hefur unnið undanfarin ár hafa verið ótrúlegir og fótboltinn sem þeir spila er sá mest spennandi í Evrópu. Ég hef heyrt svo mikið um stuðningsmenn félagsins og hvað þeir eru ástríðufullir,“ sagði Gomez sem er spenntur að spila fyrir framan stuðningsmenn City.

 

mbl.is