Heimildamynd: José Mourinho – hinn sérstaki

José Mourinho tók við sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðins Chelsea fyrir tímabilið 2004/05. Mourinho var ekki lengi að vekja athygli á sér, en hann þótti hrokafullur á sínum fyrsta blaðamannafundi.

Á meðal þess sem Portúgalinn sagði á fyrsta blaðamannafundinum var að hann væri ekki eins og hver annar stjóri, heldur væri hann hinn sérstaki.

Það sjálfstraust átti eftir að hafa rétt á sér, því tveimur árum síðar var hann búinn að gera Chelsea að enskum meistara tvö ár í röð.

Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá stutta heimildamynd um Mourinho, þar sem gamlir leikmenn á borð við Frank Lampard og Joe Cole tjá sig um Portúgalann. Eiður Smári Guðjohnsen kemur einnig nokkuð við sögu í myndinni.

Mbl.is færir lesendum efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is