Daninn gæti tekið við Brighton

Bo Svensson gæti tekið við Brighton.
Bo Svensson gæti tekið við Brighton. Ljósmynd/Mainz 05

Danski knattspyrnustjórinn Bo Svensson gæti orðið næsti knattspyrnustjóri Brighton, en hann hefur gert góða hluti með Mainz að undanförnu.

Brighton leitar nú að eftirmanni Grahams Potter, eftir að sá enski skipti yfir til Chelsea á dögunum.

Hinn 43 ára gamli Svensson er einn margra sem Brighton er að skoða, en hann tók við Mainz-liðinu í janúar á síðasta ári, hélt því uppi eftir erfiða fallbaráttu og hafnaði svo í áttunda sæti þýsku 1. deildarinnar á síðustu leiktíð.

Kjetil Knutsen, stjóri Bodö/Glimt í Noregi, hefur einnig verið orðaður við starfið. Alfons Sampsted hefur verið lærisveinn hans undanfarin ár og þeir náð mögnuðum árangri saman. 

mbl.is