Mörkin: Fimm marka veisla í Nottingham

Fimm mörk litu dagsins ljós þegar nýliðarnir Nottingham Forest og Fulham mættust í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Leiknum lauk með 3:2-sigri Fulham sem skoraði þrjú mörk á sex mínútna kafla strax í upphafi síðari hálfleiks.

Leikur Nottingham Forest og Fulham var sýndur beint á Síminn Sport.

mbl.is