Fyrirliði Liverpool hefur jafnað sig á meiðslum

Jordan Henderson er heill heilsu og klár í slaginn.
Jordan Henderson er heill heilsu og klár í slaginn. AFP/Oli Scarff

Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, hefur verið valinn í leikmannahóp enska karlalandsliðsins í knattspyrnu fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni.

Gareth Southgate, þjálfari enska liðsins, tilkynnti landsliðshóp sinn fyrir tvo leiki gegn Ítalíu annarsvegar 23. september og Þýskalandi hins vegar 26. september.

Henderson, sem er 32 ára gamall, hefur verið að glíma við meiðsli aftan í læri en hann er nú klár í slaginn á nýjan leik.

Miðjumaðurinn var ekki í leikmannahóp Englands til að byrja með en þar sem hann er heill heilsu ákvað Southgate að kalla hann inn í hópinn fyrir Kalvin Phillips sem er meiddur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert