Ronaldo kærður fyrir framkomu sína

Cristiano Ronaldo var heitt í hamsi eftir leikinn gegn Everton.
Cristiano Ronaldo var heitt í hamsi eftir leikinn gegn Everton. AFP/Lindsey Parnaby

Enska knattspyrnusambandið hefur kært Cristano Ronaldo, leikmann Manchester United, til aganefndar sambandsins vegna framkomu hans eftir leik gegn Everton í úrvalsdeildinni síðasta vor.

Ronaldo sló þá síma úr höndum ungs áhorfanda, sem lyfti honum til að mynda hann, en síminn féll til jarðar og brotnaði. Í yfirlýsingu sambandsins segir að framkoma leikmannsins að leik loknum hefði verið óviðeigandi. Ronaldo baðst afsökunar á atvikinu á sínum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert