Rekinn eftir þrjá mánuði í starfi

Rob Ewards entist ekki lengi hjá Watford.
Rob Ewards entist ekki lengi hjá Watford. Ljósmynd/Watford

Enska knattspyrnufélagið Watford hefur rekið Rob Edwards úr starfi knattspyrnustjóra, en hann var aðeins þrjá mánuði með liðið.

Félagið hafði hraðar hendur, því það hefur ráðið Slaven Bilic í hans stað. Bilic skrifar undir 18 mánaða samning við félagið og leysir Edwards af hólmi.

Edwards stýrði liðinu í tíu leikjum í ensku B-deildinni. Bilic er 18. þjálfari Watford frá árinu 2012. Watford er í tíunda sæti deildarinnar með 14 stig, níu stigum á eftir toppliði Sheffield United.

mbl.is