Toney skoraði mark mánaðarins

Ivan Toney.
Ivan Toney. AFP/Ian Kington

Ivan Toney, sóknarmaður Brentford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla, skoraði fallegasta mark septembermánaðar þegar hann fullkomnaði þrennu sína í 5:2-sigri á Leeds United.

Undanfarin ár hefur enska úrvalsdeildin útnefnt leikmann og knattspyrnustjóra hvers mánaðar en á þessu tímabili hefur marki mánaðarins og markvörslu mánaðarins verið bætt við.

Mark Toney má sjá hér og kemur það eftir 1:35 mínútur í myndskeiðinu.

mbl.is